Met var slegið í símakosningu í Idol stjörnuleit sem fram fór í Smáralind á föstudagskvöld þegar ríflega 67 þúsund skeyti bárust til Ínu Valgerðar Pétursdóttur, Snorra Snorrasonar og Bríetar Sunnu Valdemarsdóttur - en sú síðastnefnda féll úr keppni.

Met var slegið í símakosningu í Idol stjörnuleit sem fram fór í Smáralind á föstudagskvöld þegar ríflega 67 þúsund skeyti bárust til Ínu Valgerðar Pétursdóttur, Snorra Snorrasonar og Bríetar Sunnu Valdemarsdóttur - en sú síðastnefnda féll úr keppni. Er um að ræða um 20% aukningu í kosningu frá keppninni þar áður.

Kvikmyndin Brokeback Mountain, sem fjallar um ástir tveggja smala, hefur verið bönnuð af yfirvöldum á Bahama-eyjum en kvikmyndaeftirlitið á eyjunum komst að þeirri niðurstöðu að myndin skuli ekki tekin til sýninga sökum þess að í henni sé að finna "öfgakennda samkynhneigð, bert hold og blótsyrði".

Samtök samkynhneigðra á Bahama hafa mótmælt þessu harðlega og segja niðurstöðuna vera grín.