SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Alþingis, hóf opinbera heimsókn sína til Írlands í gærdag en heimsóknin stendur til 6. apríl og er í boði forseta neðri deildar írska þingsins.

SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Alþingis, hóf opinbera heimsókn sína til Írlands í gærdag en heimsóknin stendur til 6. apríl og er í boði forseta neðri deildar írska þingsins. Með þingforseta í för eru eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, og þingmennirnir Rannveig Guðmundsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, ásamt skrifstofustjóra Alþingis og forstöðumanni alþjóðasviðs.

Sendinefndin heimsækir kjördæmi írska þingforsetans og hittir þar m.a. borgarfulltrúa. Í Dyflinni á sendinefndin fundi með forsetum beggja deilda írska þingsins, þingmönnum í Evrópunefnd og forystumönnum stjórnmálaflokka á Írlandi. Þá mun sendinefndin ræða við forseta Írlands, varaforsætisráðherra sem jafnframt er heilbrigðisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra sem fer með Evrópumál.