Frá Jóhannesi G. Bjarnasyni, íþróttakennara og bæjarfulltrúa á Akureyri: "UM MARGRA ára skeið hefur ferðakostnaður íþróttafélaga á landsbyggðinni verið til umræðu. Flestir eru sammála um að samkeppnisstaðan sé ójöfn."

UM MARGRA ára skeið hefur ferðakostnaður íþróttafélaga á

landsbyggðinni verið til umræðu. Flestir eru sammála um að samkeppnisstaðan sé ójöfn. Íþróttafélag út á landi þarf að afla mikilla tekna til þess eins að taka þátt í mótum á landsvísu, svo ekki sé minnst á kostnað foreldra vegna ferðalaga barna og unglinga. Það gerir málið enn alvarlegra að rekstrarumhverfið er mun erfiðara

í hinum dreifðu byggðum og fjáröflunarkostir færri. Landsbyggðarfélögin hafa leitað allra leiða til sparnaðar og nú fara keppnislið nær eingöngu akandi til keppni á höfuðborgarsvæðið jafnvel í miðri viku. Það eru mörg ár síðan fyrst var farið að ræða um ferðajöfnunarsjóð en hægt hefur þokast. Það er hins vegar mikið réttlætis- og byggðamál að alþingi afgreiði frá sér málið nú á vormánuðum og leiðrétti að hluta þann herfilega aðstöðumun sem ferðakostnaðurinn sannarlega hefur í för með sér.

Ég hvet sérstaklega þingmenn landsbyggðarinnar til dáða og þakka þeim sem beitt sér hafa í málinu.

JÓHANNES G. BJARNASON,

Grundargerði 1-d, 600 Akureyri.

Frá Jóhannesi G. Bjarnasyni, íþróttakennara og bæjarfulltrúa á Akureyri: