Sari Maarit Cedergren er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Myndhöggvari mánaðarins er kynningarverkefni Hafnarborgar í samstarfi við Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og sýnir einn félagsmaður verk í sýningarrými safnsins hverju sinni.

Sari Maarit Cedergren er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Myndhöggvari mánaðarins er kynningarverkefni Hafnarborgar í samstarfi við Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og sýnir einn félagsmaður verk í sýningarrými safnsins hverju sinni.

Sari er ættuð frá Finnlandi og hefur undanfarin ár unnið gifs- og steypuverk sem endurspegla eiga mismunandi hliðar íslensks veðurfars.

Listamaðurinn lærði við Konstfack og KTH School of Architecture í Stokkhólmi, við Academy of Fine Arts í Helsinki og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Auk þess að taka þátt í ýmsum samsýningum hefur Sari sýnt í Helsinki, Norræna húsinu, Slunkaríki, Listasafni ASÍ og í Hafnarborg. Frekari upplýsingar um listamanninn má finna á www.vortex.is/sari.

Hér gefur að líta verkið "Slyddu" úr hennar smiðju.