Fílar á ferð sinni um Kalaharí-eyðimörkina.
Fílar á ferð sinni um Kalaharí-eyðimörkina.
SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld fyrsta þátt af fimm í breskum heimildarmyndaflokki um jörðina. Myndaflokkurinn var fimm ár í vinnslu og á meira en tvö þúsund dögum tóku fjörutíu myndatökumenn myndir á tvö hundruð stöðum.

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld fyrsta þátt af fimm í breskum heimildarmyndaflokki um jörðina. Myndaflokkurinn var fimm ár í vinnslu og á meira en tvö þúsund dögum tóku fjörutíu myndatökumenn myndir á tvö hundruð stöðum. Áhorfendur eru teknir með í stórkostlegt ferðalag um Jörðina á öllum árstíðum og þeim eru sýnd undur hennar í allri sinni dýrð.

Í fyrsta þættinum er fjallað um plánetuna í heild og hugað að þeim þáttum sem helst hafa mótað náttúru hennar. Í þættinum eru m.a. sýndar myndir sem teknar voru úr lofti af hreindýrum á flótta undan úlfum og langa ferð hundraða fíla í Kalaharí-eyðimörkinni.

Jörðin er á dagskrá Sjónvarpsins kl. 21.05.