[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Reykjavík - Eignaborg fasteignasala er með Fornahvarf 1 til sölu. Um er að ræða tvö hús á 5.100 fermetra lóð við stífluna þar sem Elliðavatn rennur út í Elliðaár.

Reykjavík - Eignaborg fasteignasala er með Fornahvarf 1 til sölu. Um er að ræða tvö hús á 5.100 fermetra lóð við stífluna þar sem Elliðavatn rennur út í Elliðaár.

Eldra húsið var upphaflega 90,2 fm og byggt 1947, en búið er að endurnýja húsið mjög mikið, m.a. hefur gegnheilt parket verið lagt á stofu og gang á neðri hæð. Ný raflögn er í húsinu, ný pípulögn og nýir ofnar. Húsið er einangrað að utanverðu. Samkvæmt samþykktum teikningum er neðri hæðin 126,4 fm og efri hæð 62 fm.

Hitt húsið var byggt 2003 og er 110,4 fm. Húsið var byggt sem stúdíó en hægt er að breyta því í íbúðarhús og stækka það á einfaldan hátt. Húsið er tilbúið til klæðningar að innanverðu. Raflögn er komin í allt húsið en ekki fullfrágengin og pípulögn og ofnar. Að innan er búið að einangra húsið.

Húsin standa í botnlanga og er nánast engin umferð um götuna framan við húsin. Annað húsið stendur við götuna en minna húsið er ofar í lóðinni. "Eignin er á einum glæsilegasta stað í náttúruperlunni og útivistarsvæðinu við Elliðavatn og svona tækifæri býðst bara einu sinni," segir Jóhann Hálfdánarson hjá Eignaborg.

Óskað er eftir tilboðum í eignirnar.