Enn er draslið á sínum stað 16. MARS birtist í Morgunblaðinu lesendabréf frá Magnúsi Loga þar sem hann kvartaði undan drasli við göngustíginn sem liggur frá Hallgrímskirkju niður að Barónsstíg en beðin hafa verið yfirfull af drasli í allan vetur.

Enn er draslið á sínum stað

16. MARS birtist í Morgunblaðinu lesendabréf frá Magnúsi Loga þar sem hann kvartaði undan drasli við göngustíginn sem liggur frá Hallgrímskirkju niður að Barónsstíg en beðin hafa verið yfirfull af drasli í allan vetur.

Um einum mánuði áður hafði ég raunar sent borginni skriflega ábendingu um sama efni og ég var eiginlega að vona að einhver í borgarkerfinu myndi reka augun í lesendabréfið og taka loks við sér. En það var öðru nær. Ekkert hefur verið gert og því er draslið enn á sínum stað.

Ég spyr því: Hvenær verða beðin hreinsuð? Korteri fyrir kosningar? Svar óskast.

Í ljósi þess að yfirvöld í borginni virðast hafa afskaplega lítinn áhuga á hreinsunarstarfi er svolítið hlálegt að sjá auglýsingar frá Reykjavíkurborg sem ætlað er að hvetja borgarbúa til að ganga vel um borgina. Ekki er þó vanþörf á slíkri áminningu. En vita borgaryfirvöld ekki að eftir því sem umhverfið er snyrtilegra, því betri verður umgengnin? Ég legg til að borgin spari sér eina auglýsingu en noti peninginn frekar til þess að hreinsa draslið við göngustíginn. Hraustur borgarstarfsmaður myndi ljúka verkinu á hálfum degi.

Rúnar Pálmason,

íbúi á Leifsgötu.

Bíllyklar í óskilum

BÍLLYKLAR merktir Helga fundust á bílastæði við Rauðarárstíg fyrir framan Hótel Lind í vikunni. Upplýsingar í afgreiðslunni á Hótel Lind.

Lyklakippa týndist á Laugavegi

LYKLAKIPPA með 4 lyklum týndist sl. fimmtudag á Laugaveginum. Skilvís finnandi skili kippunni til Karls Bergmanns á Laugavegi 55. Fundarlaun.

Suðið æft út

NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu smágein undir nafninu "Suðið æft út" og var vísað í tækni, sem manni skilst að sé ný af nálinni.

Sú er nú ekki raunin því að fyrir tæpum 30 árum fann maður að nafni Jack Vernon í Bandaríkjunum þessa tækni upp og fékk ég svona tæki fyrir 26 árum og notaði þetta í 5 ár, eða svo lengi sem tækin entust.

Þetta æfir ekki út suðið, sem svo er kallað, þó að um margar tóntegundir sé að ræða. Þetta breytir aðeins athyglinni svo að maður hlustar ekki bara á sinn eigin hávaða, heldur hlustar maður einnig á hávaðann, sem tækið gefur frá sér.

Þetta tæki hefur hlotið nafnið Masker, eða gríma og á einkar vel við í bardaganum við Tinnitus, en það er samnefnari yfir allan hávaða í eyrum.

Ég mundi mæla með að Heyrnartækni eða aðrir sé rfræðingar fengju afnot af þessari tækni, sem hvílir hugann og veitir svo sannarlega ekki af.

Jakob Hólm.