Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sko, er hér með Völu Matthíasdóttur, sem var fyrsti viðskiptavinurinn.
Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sko, er hér með Völu Matthíasdóttur, sem var fyrsti viðskiptavinurinn.
NÝTT farsímafyrirtæki, Sko, hefur tekið til starfa en það býður einfaldari verðskrá og lægra verð á farsímaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Viðskiptavinir Sko greiða t.a.m.

NÝTT farsímafyrirtæki, Sko, hefur tekið til starfa en það býður einfaldari verðskrá og lægra verð á farsímaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Viðskiptavinir Sko greiða t.a.m. ekkert mánaðargjald og aðeins er eitt mínútuverð fyrir símtöl innanlands, hvort sem hringt er í viðskiptavini Sko eða annarra símafyrirtækja.

Gerður hefur verið samningur við Og Vodafone um aðgang að farsímakerfi fyrirtækisins og nýtist því dreifikerfi þess innanlands og erlendis. Sko nýtir auk þess dreifikerfi Símans á völdum svæðum innanlands en með þessum hætti er tryggð farsímaþjónusta á við önnur símafyrirtæki. Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sko, segir spennandi tíma framundan fyrir farsímanotendur en lággjalda-símafyrirtæki hafa stóreflt samkeppni í Evrópu með því að leggja áherslu á einfaldleika og betri kjör til handa viðskiptavinum.