— Morgunblaðið/ÞÖK
SALASKÓLI sigraði í úrslitum Skólahreysti 2006 sem fram fóru í Laugardalshöll í gær, með 59 stig. Hlíðaskóli hafnaði í öðru sæti með 55,5 stig og Lindaskóli í því þriðja með 55 stig. Hver skóli sendi tvo stráka og tvær stelpur úr 9. og 10.

SALASKÓLI sigraði í úrslitum Skólahreysti 2006 sem fram fóru í Laugardalshöll í gær, með 59 stig. Hlíðaskóli hafnaði í öðru sæti með 55,5 stig og Lindaskóli í því þriðja með 55 stig. Hver skóli sendi tvo stráka og tvær stelpur úr 9. og 10. bekk til keppni. Strákarnir kepptu í upphífingum, dýfum og hraðaþraut en stelpurnar í armbeygjum, fitnessgreip og hraðaþraut. Krakkarnir skiptu greinunum á milli sín svo allir þátttakendur skoruðu stig fyrir sín lið.

Um 800 manns mættu á úrslitin og kveðst Andrés Guðmundsson, sem skipulagði keppnina, afskaplega ánægður með hana.

"Ég er rosalega ánægður með krakkana. Það var ekkert gefið eftir og gaman að sjá hvað þau eru góð í þessu."