ÞAÐ verða UCLA og Flórída háskólarnir sem leika til úrslita í bandaríska háskólakörfuknattleiknum í ár, en Flórída lagði Mason háskólann í undanúrslitum, 73:58, og LSU tapaði gegn UCLA í hinni undanúrslitaviðureigninni, 59:45.

ÞAÐ verða UCLA og Flórída háskólarnir sem leika til úrslita í bandaríska háskólakörfuknattleiknum í ár, en Flórída lagði Mason háskólann í undanúrslitum, 73:58, og LSU tapaði gegn UCLA í hinni undanúrslitaviðureigninni, 59:45. Leikmenn George Masons háskólans komu gríðarlega á óvart í ár en liðið lagði m.a. North Carolina háskólann sem hafði titil að verja í keppninni.

UCLA háskólinn er sigursælasta háskólaliðið frá upphafi en ellefu sinnum hefur skólinn sigrað í NCAA-keppninni og getur bætt þeim 12. í safnið með sigri gegn Flórída á mánudagskvöldið.