FARÞEGAÞOTA frá bandaríska flugfélaginu Max Jeat, á leið frá Lundúnum til New York, varð að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna sprungu í ytra byrði framrúðu í flugstjórnarklefa.
FARÞEGAÞOTA frá bandaríska flugfélaginu Max Jeat, á leið frá Lundúnum til New York, varð að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna sprungu í ytra byrði framrúðu í flugstjórnarklefa. Vélin, sem er af gerðinni Boeng 767-300, var í háloftunum yfir landinu þegar óhappið varð og lækkuðu flugmennirnir flugið og flugu lágt inn til lendingar í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var engin hætta talin á ferðum og var ekki settur af stað viðbúnaður á vellinum til að taka á móti vélinni. Um borð voru 116 manns að áhöfn meðtalinni. Önnur vél frá flugfélaginu var send til að koma farþegum áfram til New York. Ekki er vitað um orsök þess að rúðan sprakk.