— Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Mikið hik er á vorinu þetta árið og farfuglar sem venjulega eru að streyma í heimahagana um þetta leyti láta bíða eftir sér. Þessar álftir eru þó komnar norður í Vatnsdalinn þrátt fyrir kulda og klaka en ekki var fjöldanum fyrir að fara.
Mikið hik er á vorinu þetta árið og farfuglar sem venjulega eru að streyma í heimahagana um þetta leyti láta bíða eftir sér. Þessar álftir eru þó komnar norður í Vatnsdalinn þrátt fyrir kulda og klaka en ekki var fjöldanum fyrir að fara. Skógarþrestirnir sem undanfarin ár hafa hafið upp söng sinn þann 31. mars steinþegja og láta lítið fyrir sér fara enda lítil ástæða til annars. Grágæsirnar sem venjulega fara að koma norður í Húnaþing í lok mars sjást hvergi og hettumávurinn sem sumir rugla saman við kríu er hvergi sjáanlegur. Það er svo sannarlega hik á vorinu og er jafnvel að heyra á margreyndum mönnum, hoknum af veðurbiti, að þessi vetrartíð muni vara fram yfir páska - ganga sumir svo langt að segja að þarna hafi okkur hefnst fyrir hina góðu tíð fyrri hluta mars. En eitt er víst að öll él birtir upp um síðir og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.