Í Íþöku er bókasafn Menntaskólans í Reykjavík til húsa.
Í Íþöku er bókasafn Menntaskólans í Reykjavík til húsa. — Morgunblaðið/Golli
BÓKHLÖÐUSTÍGUR dregur nafn sitt af bókhlöðu MR sem nefnd er Íþaka. Það mun vera fyrsta hús á Íslandi sem eingöngu er byggt undir bókasafn. Fjármunir til byggingar þessa húss komu frá enskum kaupmanni, Charles Kelsal.
BÓKHLÖÐUSTÍGUR dregur nafn sitt af bókhlöðu MR sem nefnd er Íþaka. Það mun vera fyrsta hús á Íslandi sem eingöngu er byggt undir bókasafn. Fjármunir til byggingar þessa húss komu frá enskum kaupmanni, Charles Kelsal. Klentz, danskur timburmeistari, teiknaði húsið og annaðist framkvæmdir, sem hófust árið 1866 og var lokið ári síðar. Sverrir Runólfsson, múrsmiður og steinhöggvari, útvegaði grjótið í bygginguna.