HÓPSLAGSMÁL brutust út á dansleik vélsleðamanna í félagsheimilinu á Iðuvöllum á Héraði á laugardagskvöldið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var einn maður færður undir læknishendur, en hann var ekki talinn alvarlega meiddur.
HÓPSLAGSMÁL brutust út á dansleik vélsleðamanna í félagsheimilinu á Iðuvöllum á Héraði á laugardagskvöldið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var einn maður færður undir læknishendur, en hann var ekki talinn alvarlega meiddur. Enginn var settur í fangageymslu og að sögn lögreglu gekk greiðlega að stöðva slagsmálin með aðstoðar dyravarða á staðnum. Mikil ölvun og órói var í mönnum að sögn lögreglu. Á þriðja hundrað manns sótti dansleikinn.