* HEIÐAR Helguson lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Fulham þegar liðið varð að láta í minni pokann fyrir Portsmouth , 3:1, í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk tvö góð færi til að laga stöðuna fyrir Fulham en brást bogalistin í bæði skiptin.

* HEIÐAR Helguson lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Fulham þegar liðið varð að láta í minni pokann fyrir Portsmouth , 3:1, í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk tvö góð færi til að laga stöðuna fyrir Fulham en brást bogalistin í bæði skiptin.

* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem gerði markalaust jafntefli við West Ham á Upton Park . Teddy Sheringham lék seinni hálfleikinn fyrir West Ham en hann fagnaði 40 ára afmæli sínu í gær.

*JÓHANN B. Guðmundsson lék allan leikinn fyrir GAIS þegar liðið hafði betur gegn Örgryte , 2:0, í uppgjöri Gautaborgarliðanna í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Jóhann lék áður með Örgryte en ákvað að yfirgefa liðið í vetur og gekk til liðs við GAIS .

* HÖRÐUR Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku báðir allan leikinn fyrir Silkeborg sem tapaði fyrir Esbjerg , 2:0, í dönsku úrvalsdeildinni.

* JÓHANNES Karl Guðjónsson lék fyrstu 57. mínúturnar í liði Leicester sem tapaði fyrir Norwich , 2:1, í ensku 1. deildinni.

* GYLFI Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds sem tapaði fyrir Hull á útivelli, 1:0.

* HANNES Þ. Sigurðsson lék síðustu 13 mínúturnar fyrir Stoke sem gerði 1:1 jafntefli við Sheffield United á heimavelli.

* RÚNAR Kristinsson fékk góða dóma í belgísku blöðunum fyrir frammistöðu sína með Lokeren en liðið gerði 1:1 jafntefli við topplið Anderlecht . Rúnar , sem lék allan leikinn, fékk 7 í einkunn hjá stærstu blöðunum.

* INDRIÐI Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem sigraði FC Brussels í belgísku 1. deildinni. Genk er í sjötta sæti deildarinnar með 47 stig, tólf stigum á eftir toppliði Anderlecht .

* ARNAR Þór Viðarsson var í byjunarliði Twente sem tapaði fyrir Feyenoord , 4:2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnari var skipt útaf á 66. mínútu.

* BRANN sem gengið hefur afar illa á undirbúningstímabilinu hrósaði loks sigri í gær þegar liðið sigraði Molde , 3:2, í æfingaleik. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan tímann í miðvarðarstöðunum hjá Brann .

* BIRKIR Bjarnason lék í 80 mínútur með Viking sem tapaði 3:2 fyrir Rosenborg á heimavelli Viking í gær.

* JÓN Arnór Stefánsson lék í 28 mínútur og skoraði 8 stig í 76:70 sigri Carpisa Napólí í ítalska körfuknattleiknum á föstudagskvöldið en leikið var gegn Roseto á útivelli. Napólí er í 4. sæti deildarinnar.