TOTTENHAM tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um fjórða sætið, Meistaradeildarsætið, þegar liðið tapaði, 3:1, fyrir Newcastle á St. James Park. Boltinn lá í neti Tottenham eftir aðeins 66 sekúndur þegar Lee Bowyer en Robbie Keane jafnaði á 19. mínútu.

TOTTENHAM tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um fjórða sætið, Meistaradeildarsætið, þegar liðið tapaði, 3:1, fyrir Newcastle á St. James Park. Boltinn lá í neti Tottenham eftir aðeins 66 sekúndur þegar Lee Bowyer en Robbie Keane jafnaði á 19. mínútu. Shola Ameobi og Alan Shaerer úr vítaspyrnu bættu tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur og ekki litu fleiri mörk dagsins ljós. Til að strá enn meira salti í sár Tottenham var Michael Dawson rekinn af velli á 60. mínútu og þar með fuku síðustu vonir Tottenham um að fá eitthvað út úr leiknum.

"Við sýndum á okkur margar hliðar í þessum leik. Við vorum ansi gjafmildir fyrsta hálftímann. Við fengum á okkur þrjú mörk og það var alveg ófyrirgefanlegt. Leikmenn mínir komu sterkir inn í seinni hálfleik og börðust hetjulega manni færri," sagði Martin Jol, stjóri Tottenham.

,,Fólk talar um að við höfum að engu að keppa en það eru stig og stolt í boði og fyrir okkar stuðningsmenn þá viljum við spila með sama hætti og við gerðum hér í dag þá leiki sem við eigum eftir," sagði Glenn Roeder, starfandi knattspyrnustjóri Newcastle.