Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 c5 5. 0-0 Ba6 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. d5 0-0 9. Rc3 Dc7 10. De2 Hc8 11. b3 Bb4 12. Re4 Rxe4 13. Dxe4 f5 14. Dh4 Bc3 15. Bf4 Dd8 16. Bg5 Bf6 17. dxe6 dxe6 18. Had1 Df8 19. Hfe1 He8 Róbert Harðarson (2.

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 c5 5. 0-0 Ba6 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. d5 0-0 9. Rc3 Dc7 10. De2 Hc8 11. b3 Bb4 12. Re4 Rxe4 13. Dxe4 f5 14. Dh4 Bc3 15. Bf4 Dd8 16. Bg5 Bf6 17. dxe6 dxe6 18. Had1 Df8 19. Hfe1 He8

Róbert Harðarson (2.369) komst næstlengst íslensku keppendanna á Glitnismótinu, hraðskákmóti sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur til minningar um hæstaréttarlögmanninn Harald Blöndal. Í 32 manna úrslitum voru 10 íslenskir skákmenn enn á meðal þátttakenda en þegar þeim fækkaði um helming voru eingöngu Róbert og Hannes Hlífar Stefánsson eftir. Róbert datt út í 16 manna úrslitum á meðan Hannesi gekk allt í haginn þar til að hann laut í lægra haldi gegn norska undrabarninu Magnus Carlsen í úrslitaeinvíginu. Róberti voru mislagðar hendur á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk degi áður en Glitnismótið hófst en í þessari stöðu með hvítu sýndi hann á sér klærnar gegn Sverri Erni Björnssyni (2.108). 20. Hxe6! Hxe6 21. Bxf5 Bc8 22. Dxh7+ Kf7 23. Bxf6 Hxf6 24. Rg5+ Ke7 25. Bxc8 og svartur gafst upp.