"Maður er kannski orðinn svona gamall að maður sé hættur að stressa sig á þessu", sagði Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV er titillinn var í höfn. "Við stressuðum okkar meira á bikartitlinum og lögðum meira undir þar.
"Maður er kannski orðinn svona gamall að maður sé hættur að stressa sig á þessu", sagði Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV er titillinn var í höfn. "Við stressuðum okkar meira á bikartitlinum og lögðum meira undir þar. Vorum alltaf á eftir öðrum í deildinni en tókum þetta á endasprettinum. Mín skoðun er samt sem áður sú að það eigi að vera fjögurra liða úrslitakeppni í kvennaboltanum. Það er notendavænt fyrirkomulag", sagði Hlynur sem segist ætla að starfa eitt ár í viðbót við handboltann í Eyjum. Spurður hvort ÍBV tæki þátt í Evrópukeppni á næsta ári, sagði hann það ekki hafa verið rætt, en bætti við að það væri nóg af reikningum að borga í bili.