12. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Hjördís Björk Hákonardóttir skipuð dómari við Hæstarétt

Hjördís Björk Hákonardóttir
Hjördís Björk Hákonardóttir
HJÖRDÍS Björk Hákonardóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Suðurlands, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipuð dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. maí nk.
HJÖRDÍS Björk Hákonardóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Suðurlands, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipuð dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. maí nk. Hjördís er dómsstjóri við Héraðsdóm Suðurlands og formaður Dómarafélags Íslands.

Aðrir umsækjendur um embættið voru dr. Páll Hreinsson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur og Þorgeir Ingi Njálsson, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness.

Hjördís fæddist í Reykjavík 28. ágúst árið 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1971. Hún stundaði framhaldsnám í réttarheimspeki á Englandi og í Bandaríkjunum og starfsferill hennar hefur verið innan dómskerfisins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.