[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hver þekkir fólkið? ÞETTA unga fólk söng sennilega í Austurbæjabíói á sínum tíma, 7. júlí 1954. Það var KK sem var með þetta prógramm fyrir nýja söngvara að spreyta sig.

Hver þekkir fólkið?

ÞETTA unga fólk söng sennilega í Austurbæjabíói á sínum tíma, 7. júlí 1954. Það var KK sem var með þetta prógramm fyrir nýja söngvara að spreyta sig. Myndin af hljómsveitinni er eldri og eins er óskað upplýsinga um hverjir eru á myndinni. Þeir sem þekkja þetta fólk og geta gefið upplýsingar vinsamlega hafi samband við Jón Kr. Ólafsson í síma 4562186 eða 8472542.

Líkamsræktarstöð fyrir börn

ÉG var að fletta Morgunblaðinu og datt inn á Velvakanda. Þar sá ég tillögu frá Gunnari (11 ára) sem var að spyrja um hvort það væri ekki hægt að reisa líkamsræktarstöð fyrir börn sem vildu koma sér í form og/eða létta sig.

Svar mitt er það að þetta er svo sem góð hugmynd, en alltof dýrt er að reisa líkamsræktarstöð sem er einungis fyrir börn. Þá er möguleiki á því að börn geti farið til dæmis niður í "Heimsklassa" (World Class) og fengið ráðgjöf frá einkaþjálfurum sér að kostnaðarlausu um hvernig þau getið farið út að skokka og slíkt, því að það er betra að fara út að hlaupa og gera æfingar með líkamanum sjálfum heldur en í einhverjum tækjum.

Hlybbz.