Söngkonan Madonna er orðin dauðleið á hinum gríðarlega áhuga sem eiginmaður hennar, Guy Ritchie , hefur á hvers kyns bardagaíþróttum.
Söngkonan Madonna er orðin dauðleið á hinum gríðarlega áhuga sem eiginmaður hennar, Guy Ritchie , hefur á hvers kyns bardagaíþróttum. Að því er fram kemur í dagblaðinu The Daily Mirror er Ritchie með júdó og jiu-jitsu á heilanum, en Madonna vill alls ekki að börnin hennar komist í kynni við neins konar ofbeldi. "Guy segir að Madonna sé alltaf að kvarta yfir því að hann sé alltaf að æfa slagsmálaíþróttir, en hann á aldrei eftir að hætta því," segir heimildarmaður blaðsins. Ritchie, sem er 37 ára, segir að hann verði að halda sér í formi með einhverjum hætti. "Ég prófaði að stunda jóga í hálft ár en það gerði einfaldlega ekki neitt fyrir mig," segir hann. "Það sem virkar er júdó eða brasilískt jiu-jitsu, þar sem tveir karlmenn berjast í leðju í sundskýlum einum fata. Nei, nei, ég er að grínast, þetta er svona fáguð útgáfa af glímu," segir Ritchie í léttum dúr.