Á stjórnarfundi Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi nýlega var samþykkt ályktun þar sem því er mótmælt að myndun þekkingarþorps í Vatnsmýri verði gerð einvörðungu á kostnað úthverfa Reykjavíkur og hvetur til þess að rannsóknar- og háskólastarfsemi...
Á stjórnarfundi Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi nýlega var samþykkt ályktun þar sem því er mótmælt að myndun þekkingarþorps í Vatnsmýri verði gerð einvörðungu á kostnað úthverfa Reykjavíkur og hvetur til þess að rannsóknar- og háskólastarfsemi verði efld á Keldnaholti, enda sé víða að finna fordæmi þess að slík starfsemi sé byggð upp í úthverfum borga. Samþjöppun háskóla- og rannsóknarstarfsemi í Vatnsmýri auki umferðarþunga á stofnbrautum borgarinnar.

"Á sama hátt hvetur Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi til þess að stuðningur við landsbyggðina verði ekki á kostnað úthverfa Reykjavíkur," segir í ályktuninni.