Fundar-konur sam-þykkja setu-verkfall.
Fundar-konur sam-þykkja setu-verkfall. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sér-hæft starfs-fólk og félags-liðar á nokkrum hjúkrunar- og dvalar-heimilum héldu baráttu-fund á mánu-daginn. Niður-staða fundarins var að boða viku langt setu-verkfall frá 21. apríl.
Sér-hæft starfs-fólk og félags-liðar á nokkrum hjúkrunar- og dvalar-heimilum héldu baráttu-fund á mánu-daginn. Niður-staða fundarins var að boða viku langt setu-verkfall frá 21. apríl. Líkt og í síðasta setu-verkfalli verður þá aðeins frum-þörfum íbúa öldrunar-heimilanna sinnt. Ef ekkert gerist í samningamálum, ætla starfs-menn að segja upp fyrir mánaðamótin. Starfs-menn með lengri upp-sagnar-frest hafa þegar hafið upp-sagnir.

Um hundrað manns, nær ein-göngu konur, mættu á fundinn.

Fundar-konur lýstu ánægju sinni með að vilji væri kominn til að ræða saman, en fannst um-ræðan á þinginu ekki hafa skilað neinu.

"Við erum búnar að vera allt of þægar," sagði ein fundar-kvenna og benti á að starfs-menn hefðu aldrei fengið krónu fyrir að vinna ótal undir-mannaðar vaktir. "Þetta er ekkert flókið, það lifir enginn af þessum launum. Við vinnum ábyrgðar-störf og ég skammast mín næstum fyrir að beygja mig eftir þessum krónum."