Bernasconi. Norður &spade;D &heart;G98653 ⋄ÁG8 &klubs;ÁD3 Suður &spade;ÁKG6542 &heart;- ⋄943 &klubs;KG6 Suður verður sagnhafi í sex spöðum og fær út tígultíu. Hvernig er best að spila? Það er eðli góðra verka að lifa höfunda sína.
Bernasconi.

Norður
D
G98653
ÁG8
ÁD3

Suður
ÁKG6542
-
943
KG6

Suður verður sagnhafi í sex spöðum og fær út tígultíu.

Hvernig er best að spila?

Það er eðli góðra verka að lifa höfunda sína. Svisslendingurinn Pietro Bernasconi (1932-2001) var skarpur skapari bridsþrauta og eru þrautir hans reglulega endurbirtar í blöðum og tímaritum um allan heim. En hitt gleymist stundum að hann var snjall spilari, sem gat leyst erfið viðfangsefni við borðið í hita leiksins.

Spilið að ofan er frá sjötta áratugnum. Bernasconi var í suður. Hann lét tígulgosann á tíuna, austur drap á drottningu og skipti yfir í lauf.

Norður
D
G98653
ÁG8
ÁD3

Vestur Austur
10973 8
KD4 Á1072
102 KD765
8742 1095

Suður
ÁKG6542
--
943
KG6

Blindur á fjórar innkomur, en það dugir ekki til að trompafría hjartað og nýta það. Bernasconi gaf sér því að austur ætti minnst fjórlit í hjarta með tígulkóngnum. Hann trompaði tvisvar hjarta og tók svo öll trompin nema eitt.

Í lokastöðunni átti blindur G9 í hjarta, tígulás blankan og laufás. Heima var Bernasconi með eitt tromp, 9x í tígli og eitt lauf. Austur var með Á10 í hjarta og Dx í tígli.

Bernasconi spilaði laufi á ás og austur var varnarlaus. Ef austur hendir hjarta má fría litinn með trompun og nota innkomuna á tígulás. Og ekki er betra að henda tígli, því þá kemur kóngurinn í tígulás og nía suðurs er góð.

Trompþvingun.