Fantasy, eða hugarburður, nefnist nýtt ilmvatn frá söngkonunni Britney Spears. Ilmurinn er sætur og seiðandi og geymir angan af roðarunna, litkatré og kíví-ávexti. Undir henni má greina lyktartóna af sætri formköku, jasmín, hvítu súkkulaði og...
Fantasy, eða hugarburður, nefnist nýtt ilmvatn frá söngkonunni Britney Spears. Ilmurinn er sætur og seiðandi og geymir angan af roðarunna, litkatré og kíví-ávexti. Undir henni má greina lyktartóna af sætri formköku, jasmín, hvítu súkkulaði og brönugrasi. Botninn slá svo vottur af moskusilmi, sverðlilju og skógarlykt. Flaskan er fúksíu- eða tárablómsbleik og skreytt með Swarovskí kristöllum. Í Fantasy-línunni eru líka húðáburður, ilmkrem og förðunarbox með fjórum augnskuggum, lýsingu (highlighter) og varagljáa.