Andrew Weil læknir og grasafræðingur, hefur liðsinnt milljónum Bandaríkjamanna með næringar- og lífsstílsráðgjöf á undanförnum áratugum.
Andrew Weil læknir og grasafræðingur, hefur liðsinnt milljónum Bandaríkjamanna með næringar- og lífsstílsráðgjöf á undanförnum áratugum. Nú hefur Weil gengið til samstarfs við snyrtivörufyrirtækið Origins um að setja á markað vörulínu í samræmi við heilsuheimspeki sína. Í snyrtivörulínunni eru meðal annars andlitssermi og andlitskrem með sveppakjarna og ilmkjarnaolíum sem ætlað er að hámarka varnir líkamans gegn öldrun húðarinnar. Andrew Weil mælir oft með tilteknum tegundum af sveppum í heilsuráðgjöf sinni, sem talið er að styrki varnir líkamans gegn streitu og stuðli að langlífi, en sveppir af þessu tagi hafa verið notaðir í sama tilgangi í Asíu í þúsundir ára.