— AP
SÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Vilgot Sjöman er látinn, 81 árs að aldri.
SÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Vilgot Sjöman er látinn, 81 árs að aldri. Sem kvikmyndagerðarmaður gerði Sjöman oft opinskáar kvikmyndir, bæði í félagslegum og kynferðislegum skilningi, og voru kvikmyndir hans, Jag är nyfiken gul og Jag är nyfiken blå bannaðar um tíma í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Sjöman vann einnig á sínum tíma með kvikmyndaleikstjóranum Ingmar Bergman, meðal annars að kvikmyndinni Vetrarljós .

Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd mynd Sjömans, Älskerinnan , frá árinu 1962, í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Älskerinnan er fyrsta mynd hans í fullri lengd og studdi Bergman hann nokkuð við hana og ber myndin þess nokkur merki. Bibi Andersson leikur unga konu og myndir fjallar um ástarþríhyrning, konuna og samband hennar við ungan kærasta og eldri elskhuga. Með hlutverk unga mannsins fer Per Myrberg en elskhuginn er leikinn af Birger Lensandre.