— Morgunblaðið/Sverrir
TÓNLISTARMAÐURINN Ray Davies, sem oftast er kenndur við hljómsveitina The Kinks, hélt tónleika í Háskólabíói að kvöldi föstudagsins langa og létu gestir vel af flutningnum.
TÓNLISTARMAÐURINN Ray Davies, sem oftast er kenndur við hljómsveitina The Kinks, hélt tónleika í Háskólabíói að kvöldi föstudagsins langa og létu gestir vel af flutningnum. Davies sagði það merkilegt að lagið I'm on an Island væri jafnvinsælt hér á landi og kom í ljós við flutning þess á tónleikunum, en ekki annars staðar í veröldinni. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal tónleikagesta þegar flutningur lagsins hófst. Kinks þykir ein áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar en Davies stofnaði hljómsveitina með bróður sínum, Dave, í Lundúnum árið 1963.