EINN var fluttur á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á fjórða tímanum aðfaranótt laugardags eftir að fólksbifreið var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut.
EINN var fluttur á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á fjórða tímanum aðfaranótt laugardags eftir að fólksbifreið var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut. Fernt var í bílnum og var einn farþegi fluttur með sjúkrabifreið til skoðunar en meiðsli hans eru talin minniháttar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík var bifreiðin mikið skemmd ef ekki ónýt og þurfti að fjarlægja hana með dráttarbifreið. Nokkur hálka var á Reykjanesbraut og talið er að rekja megi tildrög slyssins til hennar.