Elísabet Englandsdrottning
Elísabet Englandsdrottning
London. AFP. | Elísabet II Englandsdrottning hyggst flytja úr Buckingham-höll, að því er dagblaðið The Times sagði í gær.
London. AFP. | Elísabet II Englandsdrottning hyggst flytja úr Buckingham-höll, að því er dagblaðið The Times sagði í gær. Buckingham-höll hefur verið aðalheimili drottningar en nú hyggst hún koma sér betur fyrir í Windsor-kastala, vestur af London, og draga úr umsvifum sínum, en Elísabet verður áttræð nk. föstudag.

Lengi hefur verið vitað að Elísabet kynni best við sig í Windsor-kastala. Hún hyggst framvegis aðeins vera einn til tvo daga í viku í Buckingham-höll, en hún mun m.a. áfram eiga þar vikulegan fund með forsætisráðherra ríkisstjórnar hennar hátignar. Aðstoðarmenn neita því að Elísabet ætli að setjast í helgan stein og hætta að sjást opinberlega. Eðlilegt sé hins vegar, í ljósi aldurs hennar, að hún minnki við sig vinnu. Mun Karl Bretaprins taka við nokkrum af skyldum hennar í samræmi við þetta.