22. apríl 2006 | Íþróttir | 416 orð | 2 myndir

Lokahóf og uppskeruhátíð körfuknattleiksmanna í gærkvöldi

Helena og Friðrik eru best

Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum með Haukaliðinu í vetur og var best annað árið í röð.
Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum með Haukaliðinu í vetur og var best annað árið í röð. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HELENA Sverrisdóttir úr Haukum og Friðrik Stefánsson úr Njarðvík voru í gær útnefnd bestu leikmenn Iceland Express deildanna í körfuknattleik. Kjörið var tilkynnt í lokahófi körfuknattleiksmanna sem fram fór á Radisson SAS hótelinu í Reykjavík.
HELENA Sverrisdóttir úr Haukum og Friðrik Stefánsson úr Njarðvík voru í gær útnefnd bestu leikmenn Iceland Express deildanna í körfuknattleik. Kjörið var tilkynnt í lokahófi körfuknattleiksmanna sem fram fór á Radisson SAS hótelinu í Reykjavík. Helena varð einnig fyrir valinu í fyrra. Bestu ungu leikmennirnir voru þau María Ben Erlingsdóttir í Keflavík og Hörður Vilhjálmsson hjá Fjölni. Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var valinn besti dómarinn. Í þeim tilvikum þar sem kosið er eru það leikmenn allra liða í viðkomandi deild sem kjósa, en viðurkenningar fyrir einstaka þætti leiksins ákvarðast af tölfræði þar sem nóg er að leikmenn leiki fimm leiki til að teljast gjaldgengir.

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is
Að venju var mikið um dýrðir í lokahófinu og fjölmargar viðurkenningar veittar. Auk þeirra sem hér að framan eru taldar var Ágúst S. Björnsson, þjálfari Hauka, valinn besti þjálfarinn hjá konunum og hjá körlunum var það Bárður Eyþórsson, þjálfarði Snæfell bestur.

Besti erlendi leikmaður karla í vetur var A.J. Moye í Keflavík og hjá konunum var það Megan Mahoney hjá Haukum.

Besti varnarmaður hjá körlunum var Ingvaldur Magni Hafsteinsson úr Snæfelli og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum er sterkasti varnarmaður í kvennadeildinni. Borgnesingurinn Pálmi Sævarsson er prúðasti leikmaðurinn hjá körlunum og Þórunn Bjarnadóttir úr ÍS hjá konunum.

Tvær úr Keflavík í úrvalsliði kvenna

Úrvalslið kvenna í vetur er skipað þeim Hildi Sigurðardóttur úr Grindavík, Helenu Sverrisdóttur úr Haukum, Birnu Valgarðsdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur úr Keflavík og Signýju Hermannsdóttur úr ÍS.

Úrvalslið karla er skipað þeim Magnúsi Þór Gunnarssyni úr Keflavík, Páli Axeli Vilbergssyni úr Grindavík, Ingvaldi Magna Hafsteinssyni úr Snæfell, Fannari Ólafssyni úr KR og Friðriki Stefánssyni úr Njarðvík.

Milojica Zekovic, sem lék 9 leiki með Hetti, var með bestu vítanýtinguna í vetur, 88,5% og Helena Sverrisdóttir úr Haukum var með 82,4% hjá konunum.

Christopher Manker, sem lék 6 leiki með Skallagrími, var með bestu nýtingu í þriggja stiga skotum, 46,2% og Megan Mahoney, Haukum, hjá konunum, 45,7%.

Jerica Watson í Grindavík gerði flest stig að meðaltali í leik hjá konunum, 29,1 og A.J. Moye úr Keflavík hjá körlunum, 28,9 stig.

Meagan Hoffman úr Breiðabliki tók 17,0 fráköst í leik hjá konunum í veturog George Byrd úr Skallgrími var með16,5 fráköst að meðaltali hjá körlunum.

Jericca Watson, Grindavík varði 3,8 skot að meðaltali og Egill Jónasson, Njarðvík 3,6.

Reshea Bristol úr Keflvík stal 7,8 boltum að meðaltali í leik og Clifton Cook, Hamar/Selfoss, 3,5 hjá körlunum.

Bristol gaf 7,8 stoðsendingar að meðaltali og Jerimiah Johnson, Grindavík var með sjö slíkar.

Besta vefsíða ársins var heimasíða KR-inga.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.