29. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Andlát

FRANZ GÍSLASON

Franz Gíslason þýðandi er látinn. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl, sjötugur að aldri. Franz fæddist 19. nóvember 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson og Ólöf Gissurardóttir.
Franz Gíslason þýðandi er látinn. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl, sjötugur að aldri. Franz fæddist 19. nóvember 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson og Ólöf Gissurardóttir.

Franz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957. Hann stundaði nám við Karl-Marx háskólann í Leipzig í Þýskalandi 1957-58 og 1960-1965. Það ár lauk hann diplóm prófi í sagnfræði frá skólanum. Franz sótti námskeið í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands sumarið 1967. Þá sótti hann fjölda kennaranámskeiða.

Franz kenndi í Gagnfræðaskóla Kópavogs 1965-66, í Vélskóla Íslands frá 1966 þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þá var hann leiðsögumaður erlendra ferðamanna á sumrin frá 1970. Franz þýddi sögur eftir Heinrich Böll, Isaac Bashevis Singer og ljóð eftir Erich Fried og Hans Magnus Enzensberger. Hann þýddi einnig skáldsögu eftir Wolfgang Schifer. Franz var í fjölda ára einn helsti forvígismaður í kynningu á íslenskum nútímaskáldskap á þýsku, sérílagi á vegum menningartímaritsins Die horen. Í þessu tímariti birtist mikill fjöldi íslenskra ljóða, prósa, smásagna og þátta sem Franz þýddi í félagi við útgefendur og vandamenn tímaritsins. Franz þýddi í félagi við sömu menn ljóðabækur eftir Snorra Hjartarson og Baldur Óskarsson og prósaljóðabók eftir Gyrði Elíasson. Þessar þrjár íslensku bækur komu út hjá forlaginu Klein Heinrich í Münster. Franz ritstýrði ásamt Sigurði A. Magnússyni og Wolfgang Shcifer bókinni Wortlaut Island, en hún var gefin út af Die horen. Bókin er samsafn íslensks nútímaskáldskapar í bundnu og lausu máli, en höfundur myndskreytinga er Bent Koberling.

Fyrri kona Franz var Helga Harðardóttir en þau skildu. Þau eignuðust soninn Örn. Seinni kona Franz var Sigrún Guðbjörg Björnsdóttir en þau skildu. Þau eignuðust synina Bjarna og Brján.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.