Nýhil-hópurinn hyggst færa út kvíarnar með verslunarrekstri.
Nýhil-hópurinn hyggst færa út kvíarnar með verslunarrekstri. — Morgunblaðið/Arnaldur
NÝHIL-hópurinn fagnar í dag opnun Ljóðabókabúðar Nýhils en hún skal verða "ljóðsentrum" næsta árþúsunds, eins og segir í tilkynningunni.
NÝHIL-hópurinn fagnar í dag opnun Ljóðabókabúðar Nýhils en hún skal verða "ljóðsentrum" næsta árþúsunds, eins og segir í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að í þessari verslun muni "öld hins íslenska ljóðs ná sínu hæsta flugi, hálfkalkað af súrefnisleysi sleikir eldtungur sólarinnar og bros tunglsins." Verslunin verður til húsa í kjallara Kjörgarðs, þar sem Smekkleysubúðin hefur einnig aðsetur. Fagnaðurinn hefst klukkan 16.00 og verða þarna ræðuhöld, nýhilískir ljóðaupplestrar, harmonikkumúsík auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson stígur á senuna. Samkoman stendur í tvo tíma.