24. maí 2006 | Úr verinu | 177 orð | 2 myndir

Ristaður hlýri með mangó chutney og engifer

SOÐNINGIN | Kristófer Ásmundsson

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er ekki langt síðan Íslendingar fóru að leggja sér hlýra til munns, en hann er náskyldur steinbítnum, sem flestir þekkja betur. Útlitsmunur er lítill sem enginn, en hlýrinn er þó meira brúnn, en steinbíturinn grár.
Það er ekki langt síðan Íslendingar fóru að leggja sér hlýra til munns, en hann er náskyldur steinbítnum, sem flestir þekkja betur. Útlitsmunur er lítill sem enginn, en hlýrinn er þó meira brúnn, en steinbíturinn grár. Báðir eru þessir frændur sérstakt lostæti og segja sumir að hlýrinn sé enn betri. Nú kennir Kristófer Ásmundsson, kokkur og fisksali hjá Gallerý Fiski, lesendum Versins að elda hlýrann. Uppskriftin er miðuð við fjóra. Frekari upplýsingar um Gallerý Fisk má finna á heimasíðunni www.galleryfiskur.is.

Uppskriftin

700 g hlýri, roð- og beinlaus

2 rauðlaukar

½ rauð papríka

½ græn papríka

100 g rifinn ostur

100 g ólífur

150 g tómatar, niðursoðnir

100 g mangó chutney

½ tsk túrmerik

1 tsk engifer, maukaður

olía

salt og pipar

Aðferðin

Skerið allt grænmeti í bita en hafið ólífur heilar, steikið á pönnu í olíu og blandið restinni saman við. Leggið í eldfast mót. Skerið hlýrann í bita, veltið upp úr hveiti og brúnið á pönnu. Raðið hlýranum ofan á grænmetisblönduna, bakið í ofni við 180°c í 20 mín. og berið fram með grjónum og salati.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.