24. maí 2006 | Blaðaukar | 246 orð | 1 mynd

Landnámssýningin við Aðalstræti

Komið hefur í ljós að búið var í landnámsskálanum frá 930 til 1000.
Komið hefur í ljós að búið var í landnámsskálanum frá 930 til 1000.
Reykjavík Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 var opnuð í Aðalstræti 16 um miðjan maí, en hún er staðsett undir hótelinu Reykjavík Centrum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10.
Reykjavík Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 var opnuð í Aðalstræti 16 um miðjan maí, en hún er staðsett undir hótelinu Reykjavík Centrum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu árið 2001. Fornleifarannsókn leiddi í ljós að búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er enn eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það sennilega elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi, segir Guðbrandur Benediktsson deildarstjóri miðlunar hjá Minjasafni Reykjavíkur.

Á sýningunni er leitast við að gefa mynd af umhverfi Reykjavíkur eins og ætla má að það hafi verið við landnám. Skálarústin er varðveitt á sínum upphaflega stað og er eins og áður segir miðpunktur sýningarinnar. Einnig eru sýndir munir sem fundust í rústinni og munir sem fundust við fornleifauppgröft í Suðurgötu, Tjarnargötu og í Viðey, en á þessum stöðum hafa einnig fundist ýmsar minjar frá landnámstíma.

Elstu heimildir um landnám segja að fyrsti landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, hafi tekið sér bólfestu í Reykjavík um 874 og hefur það ártal ætíð verið látið marka upphaf landnáms. Veggjarbúturinn sem fannst í Aðalstræti bendir hins vegar sterklega til þess að hingað hefur verið komið fólk árið 871 og jafnvel fyrr. Öskulag, sem liggur ofan á veggnum, hefur verið aldursgreint til ársins 871 og eru skekkjumörkin aðeins tvö ár til eða frá, af því dregur sýningin nafn sitt.

Aðalsstræti 19 101 Reykjavík Sími 411 6370 www.reykjavik871.is info@reykjavik871.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.