Björn Thoroddsen, Andrea Gylfadóttir, Jóhann Hjörleifsson og Jón Rafnsson munu leika á als oddi.
Björn Thoroddsen, Andrea Gylfadóttir, Jóhann Hjörleifsson og Jón Rafnsson munu leika á als oddi. — Morgunblaðið/Sverrir
TRÍÓ Björns Thoroddsen hefur fengið Andreu Gylfadóttur í lið með sér á miðnæturtónleikum í Iðnó á morgun. Tónleikarnir eru liður í Miðnæturmúsík á Listahátíð, en áður hafa komið fram Sólrún Bragadóttir og Sigurður Flosason 13. maí og Benni Hemm Hemm 20.

TRÍÓ Björns Thoroddsen hefur fengið Andreu Gylfadóttur í lið með sér á miðnæturtónleikum í Iðnó á morgun.

Tónleikarnir eru liður í Miðnæturmúsík á Listahátíð, en áður hafa komið fram Sólrún Bragadóttir og Sigurður Flosason 13. maí og Benni Hemm Hemm 20. maí.

"Dagskráin var sérstaklega samin fyrir þetta kvöld. Björn fékk þá góðu hugmynd að spila með sínu lagi þessi gömlu góðu lög sem Íslendingar þekkja allir frá blautu barnsbeini," sagði Andrea Gylfadóttir þegar blaðamaður náði af henni tali.

"Þetta eru lög eins og "Hlíðin mín fríða", "Hafið bláa hafið" og "Blátt lítið blóm eitt er" sem Björn hefur útsett sérstaklega. Þetta er bráðskemmtilegt efni og Björn hefur gefið lögunum sinn einstaka og huggulega fílíng."

Yfirskrift tónleikanna er "Vorvindar", og segir Andrea að það sé vel við hæfi í rokinu sem verið hefur í borginni undanfarna daga.

Einnig kemur um helgina út diskur með útsetningunum sem frumfluttar verða á tónleikunum í Iðnó.

Tríó Björns Thoroddsen skipa, auk Björns, Jón Rafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á slagverk og trommur. Vorvindar eru sem fyrr segir í Iðnó á annað kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 11.30. Miðaverð er kr 2.500.