3. júní 2006 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Soðkökur

Í barnæsku allskonar bragðaði ég mat sem býsna vel festist í minni. Er mamma mín góðgætið færði upp á fat við fullkomin bragðlaukakynni. Ég man það sko enn hvar í sessi ég sat, sem soðkökuilminn ég finni.
Í barnæsku allskonar bragðaði ég mat

sem býsna vel festist í minni.

Er mamma mín góðgætið færði upp á fat

við fullkomin bragðlaukakynni.

Ég man það sko enn hvar í sessi ég sat,

sem soðkökuilminn ég finni.

Á þorranum stundum er stórviðrið mest

þá stirðnar á jörðinni freri.

En inni hjá mömmu var atlætið best

hún öllu til batnaðar sneri.

Ég fékk af því ljúfasta sælgæti er sést,

soðköku og íslensku sméri.

____ ____ ____

Já gaman er stundum hjá gömlum að reyna

að grunda hvað skeði á liðinni tíð.

Og láta ekki trufla sig neikvæðni neina

en njóta sem best, þó það gleymist um síð.

Minningu er ljúfast að eiga þá eina,

sem okkur finnst verðug og huganum blíð.

Sigurfinnur Sigurðsson

Höfundur er gamall Bögubósi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.