16. júní 2006 | Erlendar fréttir | 82 orð

Þurrís að hörðu gleri?

VÍSINDAMENN við Flórens-háskóla á Ítalíu segjast hafa fundið leið til að framleiða einstaklega sterkt gler sem gæti komið að góðum notum á ýmsum sviðum.
VÍSINDAMENN við Flórens-háskóla á Ítalíu segjast hafa fundið leið til að framleiða einstaklega sterkt gler sem gæti komið að góðum notum á ýmsum sviðum. Vísindamennirnir gerðu þessa uppgötvun þegar þeir gerðu tilraun með að beita koldíoxíð gríðarlegum þrýstingi, en það varð að hörðu efni er það var kælt niður í stofuhita undir þrýstingi.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi frá þessu í gær en þar kemur fram að tilraunin geti gefið vísbendingar um hvað gerist í kjörnum gasrisa á borð við Júpíter.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.