19. júní 2006 | Íþróttir | 133 orð

Ingimundur til Ajax

INGIMUNDUR Ingimundarson handknattleiksmaður hefur gert tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Ajax Heros. Hann lék með Pfadi Winterthur í Sviss síðasta vetur en er uppalinn í röðum ÍR-inga og lék með liði félagsins árum saman.
INGIMUNDUR Ingimundarson handknattleiksmaður hefur gert tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Ajax Heros. Hann lék með Pfadi Winterthur í Sviss síðasta vetur en er uppalinn í röðum ÍR-inga og lék með liði félagsins árum saman. Erfið meiðsli í hné settu strik í reikninginn hjá Ingimundi síðasta vetur og missti hann af hluta keppnistímabilsins í Sviss af þeim sökum. Fór hann m.a. í speglun á hnénu. Ingimundur sagði í samtali við Morgunblaðið að því miður sæi ekki fyrir endann á meiðslunum í hnénu en hann vonaðist til þess að það myndi jafna sig á næstunni. "Þrátt fyrir að ég hafi gert samning við Ajax þá er alveg ljóst að ég fer ekki til félagsins nema hnéð verði í lagi," sagði Ingimundur sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Túnis fyrir hálfu öðru ári.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.