14. ágúst 2006 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Andlát

AGNAR ÞÓRÐARSON

AGNAR Þórðarson rithöfundur lést 12. ágúst síðastliðinn, 88 ára að aldri, en hann var fæddur í Reykjavík hinn 11. september 1917.
AGNAR Þórðarson rithöfundur lést 12. ágúst síðastliðinn, 88 ára að aldri, en hann var fæddur í Reykjavík hinn 11. september 1917. Var Agnar einn Kleppssystkinanna en foreldrar þeirra voru Ellen Sveinsson húsmóðir og Þórður Sveinsson, prófessor og yfirlæknir.

Agnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1945. Sótti hann framhaldsnám í bókmenntum við Worchester College í Oxford 1947-1948, eftir að hafa hlotið styrk frá British Council, og við School of Drama í Yale 1960-1961, sem Fulbright-styrkhafi.

Starfaði Agnar sem rithöfundur og skrifaði skáldsögur, leikrit, smásögur, ferðabók og endurminningabækur. Voru verk eftir hann flutt í leikhúsum, sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera þýdd á ensku og pólsku. Einnig var hann bókavörður við Landsbókasafnið 1946-1947 og 1953-1987.

Agnar starfaði fyrir bresku fréttastofuna í Reykjavík 1941-1943 og kenndi útlendingum íslensku við ýmis sendiráð í Reykjavík. Í fyrirlestrarferðum sínum um Bandaríkin flutti hann fyrirlestra um íslenskar bókmenntir við marga háskóla.

Eftirlifandi kona Agnars er Hildigunnur Hjálmarsdóttir, fyrrverandi innheimtustjóri, og eignuðust þau þrjá syni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.