4. september 2006 | Fasteignablað | 168 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hefjast við nýtt pósthús á Húsavík

Skóflustunga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
FYRSTA skóflustungan að nýju pósthúsi á Húsavík var tekin á dögunum. Fjölmenni var við athöfnina og þar á meðal starfsfólk Íslandspósts á Húsavík, stjórnarmenn í fyrirtækinu, sveitarstjórnarmenn af svæðinu og fulltrúar frá Norðurvík ehf.
FYRSTA skóflustungan að nýju pósthúsi á Húsavík var tekin á dögunum. Fjölmenni var við athöfnina og þar á meðal starfsfólk Íslandspósts á Húsavík, stjórnarmenn í fyrirtækinu, sveitarstjórnarmenn af svæðinu og fulltrúar frá Norðurvík ehf., sem er framkvæmdaraðili við verkið.

Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts ávarpaði gesti og að því loknu tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrstu skóflustunguna. Til þess notaði hann stórvirka skurðgröfu og naut leiðsagnar stjórnanda hennar, Þórðar Sigurðssonar, við verkið. Að lokinni athöfn var viðstöddum boðið að þiggja veitingar á Fosshótel Húsavík þar sem Ingimundur Sigurpálsson kynnti fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á landinu á næstu þremur árum. Hún felst í byggingu nýrra pósthúsa á Akranesi, Sauðárkróki, Húsavík, Reyðarfirði, Höfn, Hvolsvelli og Selfossi og í Vestmannaeyjum, Borgarnesi og Stykkishólmi. Ennfremur í endurbótum á pósthúsunum á Patreksfirði, Blönduósi, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ.

Pósthúsið á Húsavík verður við Garðarsbraut 70, syðst í bænum. Byrjað verður á jarðvegsskiptum á lóðinni og í kjölfar þess verður ráðist í byggingu hússins, sem verður 315 fermetrar að grunnfleti. Verkinu á að vera lokið í júní 2007.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.