Hlín Leifsdóttir.
Hlín Leifsdóttir.
HLÍN Leifsdóttir, sópransöngkona, heldur í kvöld sína fyrstu einsöngstónleika hérlendis eftir að hún hóf söngnám á erlendri grund.
HLÍN Leifsdóttir, sópransöngkona, heldur í kvöld sína fyrstu einsöngstónleika hérlendis eftir að hún hóf söngnám á erlendri grund. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi og eru þeir helgaðir minningu Hlínar Magnúsdóttur og Sveins Jónssonar, móðurafa og -ömmu Hlínar.

Á tónleikunum flytur Hlín aríur fyrir kólóratúrsópran eftir Mozart, Bellini og frönsk tónskáld ásamt píanóleikaranum Raúl Jiménez.

Miðasala fer fram á www.salurinn.is.