9. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Krossar reistir við Kögunarhól

Minnismerki Hannes Kristmundsson merkir staðinn fyrir fyrsta krossinn með aðstoð Garðars Eiríkssonar.
Minnismerki Hannes Kristmundsson merkir staðinn fyrir fyrsta krossinn með aðstoð Garðars Eiríkssonar. — Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
SÍÐDEGIS í gær var mælt fyrir minnismerki um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Um er að ræða 52 krossa sem komið verður fyrir við áningarstaðinn hjá Kögunarhóli í Ölfusi.
SÍÐDEGIS í gær var mælt fyrir minnismerki um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Um er að ræða 52 krossa sem komið verður fyrir við áningarstaðinn hjá Kögunarhóli í Ölfusi. Krossarnir verða settir upp á morgun, föstudag, klukkan 15, með stuttri athöfn þar sem staðurinn verður blessaður og minnismerkinu lýst. Allir eru velkomnir til þeirrar athafnar og er fólk hvatt til að mæta.

Hannes Kristmundsson, garðyrkjumaður í Hveragerði, hefur haft forgöngu um uppsetningu krossanna og hefur fengið mikinn stuðning til þess. Krossarnir eru fyrst og fremst hugsaðir til þess að minna vegfarendur á hversu hættuleg umferðin getur verið á Suðurlandsveginum. Með þeim er líka lögð áhersla á nauðsyn þess að tvöfalda og lýsa veginn á þessari leið og gera hann margfalt öruggari en hann er nú. Þegar tvöföldun verður lokið eru áform um að taka krossana niður og koma fyrir varanlegu minnismerki í grennd við veginn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.