14. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 91 orð | 1 mynd

Höskuldur H. Ólafsson nýr forstjóri VISA

Höskuldur H. Ólafsson
Höskuldur H. Ólafsson
Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri VISA Íslands - Greiðslumiðlunar. Höskuldur starfaði um árabil hjá Eimskip og undir það síðasta var hann aðstoðarforstjóri félagsins.
Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri VISA Íslands - Greiðslumiðlunar. Höskuldur starfaði um árabil hjá Eimskip og undir það síðasta var hann aðstoðarforstjóri félagsins. Höskuldur tekur við af Halldóri Guðbjarnasyni, sem hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu, en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri í sjö ár. Halldór sagðist í samtali við fréttavef Morgunblaðsins hafi hugsað sér að fara með fyrra fallinu á eftirlaun. Framundan séu miklar breytingar hjá VISA. Reksturinn hafi aldrei gengið betur en nú og því hafi verið rétti tíminn til að gera þessar breytingar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.