Höskuldur H. Ólafsson
Höskuldur H. Ólafsson
Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri VISA Íslands - Greiðslumiðlunar. Höskuldur starfaði um árabil hjá Eimskip og undir það síðasta var hann aðstoðarforstjóri félagsins.
Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri VISA Íslands - Greiðslumiðlunar. Höskuldur starfaði um árabil hjá Eimskip og undir það síðasta var hann aðstoðarforstjóri félagsins. Höskuldur tekur við af Halldóri Guðbjarnasyni , sem hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu, en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri í sjö ár. Halldór sagðist í samtali við fréttavef Morgunblaðsins hafi hugsað sér að fara með fyrra fallinu á eftirlaun . Framundan séu miklar breytingar hjá VISA . Reksturinn hafi aldrei gengið betur en nú og því hafi verið rétti tíminn til að gera þessar breytingar.