Leo Osman
Leo Osman
BJARNI Þór Viðarsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, var í fyrsta skipti í leikmannahópi Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili í gær þegar lið hans tók á móti nýja Íslendingafélaginu, West Ham, á Goodison Park.

BJARNI Þór Viðarsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, var í fyrsta skipti í leikmannahópi Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili í gær þegar lið hans tók á móti nýja Íslendingafélaginu, West Ham, á Goodison Park. Everton vann góðan sigur, 2:0, með mörkum frá Leon Osman og táningnum James Vaughan, og lyfti sér upp í sjöunda sætið.

Bjarni Þór, sem er 18 ára gamall, var áður í hópnum í einum leik undir lok síðasta tímabils en hann leikur að staðaldri með varaliði félagsins.

Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham var á leiknum og sá sína menn gera harða hríð að marki Everton á löngum köflum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, en án árangurs. West Ham er í fjórða neðsta sætinu með 14 stig og er aðeins einu stigi fyrir ofan Newcastle sem er í fallsæti deildarinnar.