Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
ALLS sækjast 22 eftir sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Aðeins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækist eftir fyrsta sætinu á listanum, en níu vilja í annað og þriðja sætið.

ALLS sækjast 22 eftir sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Aðeins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækist eftir fyrsta sætinu á listanum, en níu vilja í annað og þriðja sætið. Raðað verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi á Mývatni þann 13.janúar, samkvæmt tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Þeir sem sækjast eftir efstu sætunum eru, auk Valgerðar: Birkir Jón Jónsson, sem sækist eftir 2. sæti, Logi Óttarsson sem stefnir á 2. sætið, Huld Aðalbjarnardóttir sem óskar eftir 2.-3. sæti, Jón Björn Hákonarson sem setur stefnuna á 2.-3. sæti, Víðir Benediktsson sem sækist eftir 2.-5. sæti, Anna Kolbrún Árnadóttir sem óskar eftir 3. sætinu, Hjörleifur Hallgríms Herbertsson sem stefnir á 3. sætið, Ólafur Niels Eiríksson sem vill í 3.-4. sætið, og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir sem stefnir á 3.-4. sætið. Aðrir sækjast eftir sætum neðar á listanum.