Miklós Dalmay
Miklós Dalmay
PÍANÓLEIKARINN Miklós Dalmay heldur Mozart-maraþoni sínu áfram í Salnum í kvöld. Vegna 250 ára fæðingarafmælis Mozarts réðst hann í að æfa allar átján píanósónötur tónskáldsins.

PÍANÓLEIKARINN Miklós Dalmay heldur Mozart-maraþoni sínu áfram í Salnum í kvöld.

Vegna 250 ára fæðingarafmælis Mozarts réðst hann í að æfa allar átján píanósónötur tónskáldsins.

Sónöturnar flytur hann svo á fernum TÍBRÁR-tónleikum í Salnum, fjögur mánudagskvöld í röð. Í kvöld er komið að þriðju tónleikunum þar sem Miklós leikur píanósónötur frá númer tíu til þrettán.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er almennt miðaverð 2.000 krónur.