Verkið Saint James the Greater í Sotheby-uppboðshúsinu.
Verkið Saint James the Greater í Sotheby-uppboðshúsinu.
MÁLVERK eftir Rembrandt, eitt það merkasta sem hefur komið á alþjóðlegan markað, var afhjúpað hjá Sotheby-uppboðshúsinu í London um helgina. Búist er við að verkið fari á 10 til 14 milljónir Bandaríkjadollara þegar það verður boðið upp í New York 25.

MÁLVERK eftir Rembrandt, eitt það merkasta sem hefur komið á alþjóðlegan markað, var afhjúpað hjá Sotheby-uppboðshúsinu í London um helgina.

Búist er við að verkið fari á 10 til 14 milljónir Bandaríkjadollara þegar það verður boðið upp í New York 25. janúar næstkomandi.

Málverkið, St. James the Greater, er eitt af seinni verkum Rembrandts. Það er dagsett árið 1661, átta árum áður en málarinn lést. Rembrandt málaði það á erfiðum tímum í einkalífinu, nokkrum árum áður þurfti hann að yfirgefa húsið sitt og hin frjálslega málaratækni hans naut lítilla vinsælda hjá listasamfélaginu.

St. James the Greater er trúarleg andlitsmynd, ein af nokkrum portrettmyndum sem Rembrandt málaði á þessum tíma.

Verkið var einu sinni eign forstöðumanns V&A safnsins í London, Sir John Charles Robinson. Seinna komst það í hendur listaverkasafnarans Stephen Carlton Clark. Eftir að hafa gengið á milli í fjölskyldu Clarks var það nýlega gefið til stofnunar sem selur það nú til styrktar góðgerðarmálum.