Ánægður Thierry Henry faðmar Emmanuel Adebayor eftir að sá síðarnefndi skoraði gegn Tottenham á laugardaginn.
Ánægður Thierry Henry faðmar Emmanuel Adebayor eftir að sá síðarnefndi skoraði gegn Tottenham á laugardaginn. — Reuters
ARSENE Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði eftir sigurinn á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 3:0, að fyrirliðinn Thierry Henry yrði lengur frá en búist var við og að Tomas Rosicky hefði meiðst og yrði ekki með gegn Porto í...

ARSENE Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði eftir sigurinn á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 3:0, að fyrirliðinn Thierry Henry yrði lengur frá en búist var við og að Tomas Rosicky hefði meiðst og yrði ekki með gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Henry hefur glímt við meiðsli í hálsi en Wenger sagði að hann væri fyrst og fremst þreyttur og þyrfti hvíld. Breskir fjölmiðlar sögðu um helgina að Henry hefði yfirgefið æfingasvæði Arsenal í fússi á föstudaginn eftir að Wenger tilkynnti honum að hann yrði ekki með gegn Tottenham. Henry virtist hinsvegar skemmta sér vel á leiknum og fagnaði mörkum Arsenal innilega.

Henry er í leikbanni í leiknum við Porto, svo hann hefði hvort eð er aldrei spilað þar. Arsenal mætir Chelsea um næstu helgi og allt bendir til þess að Henry missi af þeim slag.

Rosicky fór meiddur af velli gegn Tottenham. "Hann er örugglega úr leik og svo verðum við að sjá til með aðra, hverjir verða frískastir eftir þrjá leiki á einni viku," sagði Arsene Wenger.