Miglius Astrauskas
Miglius Astrauskas
"STJARNAN var betra liðið í dag," sagði þjálfari HK, Miglius Astrauskas, eftir að lið hans tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu DHL deildarinnar í handknattleik, gegn vængbrotnu liði Stjörnunnar.

"STJARNAN var betra liðið í dag," sagði þjálfari HK, Miglius Astrauskas, eftir að lið hans tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu DHL deildarinnar í handknattleik, gegn vængbrotnu liði Stjörnunnar. Valsmenn eru því á toppi deildarinnar en Astrauskas bendir á að allir geti unnið alla í deildinni, en þrátt fyrir það sé ávallt sárt að tapa á heimavelli.

"Við nýttum ekki færin til þess að vinna leikinn. Roland Eradze er góður markvörður og reyndist okkur erfiður í dag. Það var munur á liðunum í dag hvað varðar markvörslu. Þegar leikmenn brenna af mörgum dauðafærum eins og við gerðum í dag, þá leggst það gjarnan þungt á menn andlega og pressan verður meiri á leikmenn að standa vörnina án mistaka," sagði Astrauskas þjálfari HK.